Hlynur tekur þátt í EM í víðavangshlaupum í Hollandi

birt 06. desember 2018

Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í 5000m hlaupi.Hlynur Andrésson mun taka þátt í Evrópumótinu í víðavangshlaupum sem fram fer í Tilburg í Hollandi 9. desember. Mótið í ár verður það stærsta hingað til með 590 keppendum frá 38 löndum.Hlynur hefur átt frábært ár hingað til og m.a. bætt Íslandsmetið í 10 km hlaupi og varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5 km undir 14 mínútum. Hann varð svo sjöundi á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fór fram hér á landi í nóvember.Bestu hlauparar álfunnarÁ meðal keppenda á Evrópumótinu verða norsku Ingebrigtsen bræðurnir. Þeir eru allir þrír meðal bestu langhlaupara í Evrópu og stal sá yngsti senunni í sumar þegar hann varð Evrópumeistari fullorðinna í 1500 og 5000 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall.Mótið hefst á hlaupi ungra skólakrakka og svo verður keppt í flokki stúlkna og pilta undir 20 ára, ungkarla og ungkvenna undir 23 ára og svo karla og kvennaflokki. Mótið endar svo á sameiginlegu boðhlaupi karla og kvenna. Hlynur mun keppa í flokki karla sem hefst klukkan 13:10 á íslenskum tíma. Vegalengdin sem hann mun hlaupa er 10.300 metrar.

Hægt verður að fylgjast með Hlyni og bestu víðavangshlaupum álfunnar í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins.

Hringurinn sem hlaupinn verður er ýmist 1500 eða 1000 metra langur. Hér að neðan má sjá myndband af leiðinni.

Eldri fréttir: Hlynur bætti eigið Íslandsmet í 5000m hlaupi.

Heimild: Fri.is.