HM í utanvegahlaupum fer fram í dag - átta íslenskir keppendur

uppfært 25. ágúst 2020

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum fer fram í dag í Coimbra í Portúgal. Hlaupið var ræst kl. 8 í morgun. Ísland sendir átta keppendur til leiks. Hlaupaleiðin í ár er 44 km með 2.400m hækkun. Þess utan mun heitt sumarveðrið í Portúgal gera hlaupurum erfitt fyrir.

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir (250)
Melkorka Árný Kvaran (251)
Rannveig Oddsdóttir (247)
Anna Berglind Pálmadóttir (249)
Örvar Steingrímsson (254)
Ingvar Hjartarson (253)
Sigurjón Ernir Sturluson (255)
Þorbergur Ingi Jónsson (252)

Hægt er fylgjast með gangi mála í hlaupinu á heimasíðu hlaupsins en rásnúmer íslensku hlauparana má sjá hér að ofan. Þá mun aðstoðarfólks íslenska hópsins flytja fréttir af íslensku keppendum á Facebook síðu íslenska hópsins.

Að taka þátt í hlaupi af þessu tagi krefst mikil undirbúnings. Hér að neðan má sjá myndbönd af Facebooksíðu hópsins þar sem hlaupararnir leggja lokahönd á undirbúningin og skoða brautina.