Höskuldur hljóp 505 km á sex dögum

birt 03. maí 2016

Höskuldur Kristvinsson, 66 ára hlaupari vann einstakt afrek á dögunum þegar hann hljóp 314 mílur (505 km) á sex dögum í Sri Chinmoy sex daga hlaupinu sem fram fór í New York í síðustu viku. Í hlaupinu keppast þátttakendur við að hlaupa eins langt og þeir geta í sex daga. Skemmst er frá því að segja að Höskuldur hafnaði í 11. sæti alls og öðru sæti í sínum aldursflokki. Keppendur hlaupa hring sem er ein míla (1,6 km) en hlaupaleiðin er flöt og í fallega grænum almenningsgarði í New York.

Þrekrauninni lauk á síðasta laugardag og tókst Höskuldi að ljúka 314 hringjum á dögunum sex. Til gamans má geta að Höskuldur hljóp síðasta hringinn (1,7 km) á 10 mínútum og 43 sekúndum.


Hér að ofan má sjá hvernig sex daga hlaup Höskuldar varð að 314 mílum.