Höskuldur í sínu fjórða 100 mílna hlaupi

birt 18. júní 2010

Höskuldur Kristvinsson læknir og ofurmaraþonhlaupari tekur þátt í 100 mílna hlaupinu "Mohican 100 m" í Ohio sem fram fer 19.-20. júní. Áður tók hann þátt í sama hlaupi árið 2005 og var þá  fyrstur Íslendinga til að hlaupa 100 mílna keppnishlaup.

Höskuldur hefur m.a. hlaupið "The North Face Ultra Trail" hlaupið  þar sem farið er í mjög hæðóttu landslagi um þrjú lönd hring í kringum Mt. Blanc. Höskuldur er félagsmaður í samtökum ofurmaraþonhlaupara á Íslandi sem hafa hlaupið 100 km eða lengri keppnishlaup. Það félag hýsir nú samtals 27 ofurhlaupara.

Ef Höskuldur lýkur hlaupinu á morgun hefur hann hlaupið flest 100 mílna keppnishlaup Íslendinga, fjögur samtals.