Höskuldur Kristvinsson, sem tilnefndur var til langhlaupara ársins 2010 tekur nú þátt í 24 klst hlaupi sem fram fer í Espoo nálægt Helsinki í Finnlandi dagana 29.-30. janúar 2011. Hlaupið fer fram innahúss, sjá nánari upplýsingar á:
- http://endurance.fi/24/eng.html (hægt að sjá í rauntíma hversu vel Höskuldi gengur) eða
- http://uutiset.endurance.fi/?page_id=1894
Eftir 13 tíma er Höskuldur búinn að hlaupa tæplega 102 km. Fín mynd af Höskuldi í þessu hlaupi og myndasíðan frá hlaupinu.
Á þessum síðum koma fram upplýsingar um innanhússmet í 24 tíma hlaupi (hlaupið á braut):
Nordic Indoor Records:
W: 211,347 km, Sharon Broadwell (NOR, Oslo 2007)
M: 246,580 km, Henrik Olsson (SWE, Oslo 2007)
World Indoor Records:
W: 241,426 km, Sumie Inagaki (JAP, Espoo 2010)
M: 275,567 km, Nikolai Safin (RUS, Podolsk 1993)