Hraðastjórar óskast í Reykjavíkurmaraþon

birt 27. júlí 2007

Reykjavíkurmaraþon auglýsir eftir hlaupurum sem áhuga hafa á að vera "hraðastjórar" (pace-keepers/fartholdere) í Reykjavíkurmaraþoni.

Hraðastjórar þurfa að geta haldið uppi vissum hraða í hálfu maraþoni og heilu maraþoni. Þessir hlauparar þyrftu að vera mjög pottþéttir á því að geta haldið vissu tempói alla leið og þeir myndu hlaupa með blöðru eða annars konar merkingu svo að fólk gæti elt þá.

Dæmi um tíma í heilu maraþoni:
4.15 min/km = 42,195 km á 3:00 klst.
4.40 min/km = 42,195 km á 3:15 klst.
5.00 min/km = 42,195 km á 3:30 klst.
5.20 min/km = 42,195 km á 3:45 klst.
5.40 min/km = 42,195 km á 4:00 klst.
6.00 min/km = 42,195 km á 4:15 klst.
6.20 min/km = 42,195 km á 4:30 klst.
7.00 min/km = 42,195 km á 5:00 klst.

Áhugasamir einstaklingar hafi samband við Reykjavíkurmaraþon í gegnum tölvupóst: marathon@marathon.is eða í síma 535-3700.