ÍBR bannar hlaup.is að birta myndir frá Reykjavíkurmaraþoni

birt 22. ágúst 2012

Margir hafa haft samband við hlaup.is og spurt af hverju myndir sem teknar voru í Reykjavíkurmaraþoni séu ekki komnar inn á vefinn. Ástæðan er eftirfarandi:

Íþróttabandalag Reykjavíkur, sem er framkvæmdaraðili Reykjavíkurmaraþons hefur bannað hlaup.is að birta myndir sem hlaup.is tók á hlaupdegi. Vísa þeir í samning sem þeir gerðu við annan aðila þar sem fram kemur að sá aðili hafi einkarétt á að birta og selja myndir frá Reykjavíkurmaraþoni. Haft var samband við hlaup.is þegar hlaupið var að verða búið og svo formlega 2 dögum eftir hlaup.

Á meðan verið er að leysa málið bíðum við með birtingu myndanna.

Hlaup.is tekið myndir af hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni og öðrum hlaupum í fjölda ára og enginn amast við þeirri iðju fyrr en núna.


Mynd frá Reykjavíkurmaraþoni                                    Mynd frá 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni