Inntaka nýrra félagsmanna í Félag 100 km hlaupara

uppfært 25. ágúst 2020

Árlegur félagsfundur Félags 100 km hlaupara verður haldinn í bíósal Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52 þann 13.nóvember kl. 20:00. Fundurinn er eingöngu ætlaður þeim sem eru nú þegar félagsmenn og þeim sem öðlast hafa rétt á inngöngu í félagið. Aðgangsmiði inn á fundinn er derhúfa 100 km hlaupara sem að nýir félagsmenn fá á fundinum.

Félag 100 Km Hlaupara 2019
Félagsmenn á síðasta aðalfundi.

Til að fá inngöngu í félag 100 km hlaupara þarf að hlaupa 100 km samfleytt, þar sem klukka gengur allan tímann og hlaupið er formlega auglýst keppnishlaup með tímatöku og lágmarkstímamörkum.

Þeir hlauparar sem að telja sig hafa rétt á inngöngu í félagið fá sérstakt boð á viðburðinn með því að senda upplýsingar um nafn, nafn hlaups, vegalengd og link á heimasíðu hlaupsins. Upplýsingar skal senda á Stefán Braga á póstfangið stefan@vbl.is.

Á síðasta aðalfundi sem haldin var í janúar voru níu nýjir félagar teknir inn. Samtals eru félagsmenn 80, þar af 18 konur (22.5%) og 62 karlar (77.5%).

Hægt er að sjá félagatal og nálgast frekari upplýsingar um félagið á heimasíðu þess.