ÍR-skokk byrjaði með hóp fyrir byrjendur fyrir mánuði síðan og eru allir velkomnir í þann hóp sem áhuga hafa á að byrja að hlaupa. Hópurinn byggist að mestu upp á þeim sem þurfa að ganga og skokka til skiptis í upphafi en einnig er hluti hópsins fólk sem getur skokkað 5-10 km en ekki á miklum hraða.
Haldinn var kynningarfundur 11. september þar sem mættu 43 manns og síðan hafa komið 82 á æfingar, mest 53 í einu.
Æfingar eru eftirfarandi tímum:
- Þriðjudögum kl. 17:30 frá ÍR-heimilinu
- Fimmtudögum kl. 17:30 frá ÍR-heimilinu
- Laugardagsmorgnum klukkan 09:00 frá Sundlauginni í Breiðholti.
Þjálfari er Felix Sigurðsson, felixs@internet.is
Hægt er að sjá meiri upplýsingar á: http://www.ir.is/Deildir/Frjalsar/IRSkokk/Aefingaaaetlanirbyrjendur/