birt 07. júní 2011

Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi verður haldið laugardaginn 11: júní n.k.

Félag 100 km hlaupara stendur fyrir hlaupinu. Hlaupið hefst kl. 7:00 og lýkur því eigi síðar en kl. 20:00. Þátttakendur hafa að hámarki 13 klst. til að ljúka hlaupinu. Hlaupið hefst við „Kafarahúsið" í Nauthólsvík og liggur leiðin út á Ægissíðu að snúningspunkti sem þar verður merktur. Hlaupararnir hlaupa síðan brautina þar til 100 km vegalengd verður náð.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur samþykkt hlaupið sem Íslandsmeistaramót í þessari grein ofurhlaupa og er það í fyrsta sinn sem hlaup af þessu tagi fær slíka formlega viðurkenningu hérlendis. Næring og drykkir verða við markið en drykkir á snúningspunkti. Aðstaða fyrir hlaupara og starfsfólk verður í Kafarahúsinu. Bolir og önnur mótsgögn verða afhent við startið fyrir ræsingu.

Samhliða 100 km hlaupinu verður haldið maraþonhlaup þann 11. júní. Maraþonhlaupið hefst kl. 9:00. Þátttökugjald fyrir 100 km hlaup er kr. 10.000.- og fyrir maraþonhlaup kr. 5:000.-Þátttökugjald skal greitt eigi síðar en á mótsstað fyrir ræsingu.

Styrktaraðili hlaupsins er NOW fæðubótarefni. Einnig leggur Vífilfell til drykki.

Vefsíða hlaupsins: http://iceland100k.wordpress.com/

Stjórn Félags 100 km hlaupara.

P.S. Til að framkvæmda hlaup af þessu tagi þarf töluverðan fjölda starfsfólks. Þeir sem geta séð af skemmri eða lengri tíma við að vinna að skemmtilegu verkefni í góðum félagsskap laugardaginn 11. júní milli kl. 7:00 og 20:00 eru beðnir að láta undirritaðan vita.

Gunnlaugur Júlíusson, gunnlaugur@samband.is