Íslendingar áttu þrjá fulltrúa á heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni sem fram fór í Cardiff í Wales í dag. Fyrstu Íslendinganna í mark var Kári Steinn Karlsson sem hljóp á tímanum 01:06:49 og hafnaði í 57. sæti af 85 keppendum. Næstur var Arnar Pétursson á tímanum 01:08:02 sem dugði í 67. sæti og loks hafnaði Ármann Eydal Albertsson 85. sæti á tímanum 01:17:22.
Íslensku strákarnir tefldu einnig fram þriggja manna liði í sveitakeppni og höfnuðu þeir í fjórtánda sæti af fjórtán sveitum á tímanum 03:32:13.
SætiNafnTími57Kári Steinn Karlsson01:06:4967Arnar Pétursson01:08:0285Ármann Eydal Albertsson01:17:22