Arnar og Andrea eftir Fossvogshlaupið 2017.Fjórir Íslendingar tóku þátt í Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fram fór í Middelfart í Danmörku, í dag, 12. nóvember.Keppt var í fjórum flokkum á mótinu, U20 ára, stúlkna og pilta sem og í flokki fullorðinna í karla- og kvennaflokki.Baldvin Þór Magnússon hafnaði í fimmta sæti af af 21 keppenda í flokki U20 pilta sem hlupu 6 km. Ansi góður árangur hjá Baldvin sem er fæddur 1999 og hefur því nægan tíma til að klifra upp töfluna í þessum flokki.
Andra Kolbeinsdóttir, ÍR, hafnaði í 13. sæti af 20 keppendum í flokki U20 ára stúlkna. Andrea er sömuleiðis fædd 1999 og hefur því eins og Baldvin aldurinn með sér í þessum flokki. Stelpurnar í U20 hlupu 4,5 km.
Í kvennaflokki hafnaði Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni, 16. sæti af sextán keppendum. Konurnar hlupu 7,5 km.
Í karlaflokki hafnaði Arnar Pétursson, ÍR, í 16. sæti af 21 keppenda. Karlarnir hlupu 9 km.
Á vef FRÍ kemur fram að brautin hafi verið einkar áhugverð en hlaupið var á grasi megnið af leiðinni en svo var sandur á nokkrum köflum. Gríðarlegur fjöldi af beygjum gerði brautina svo að auki sérlega erfiða.
Mynd: Víkingur/Fossvogshlaupið