Íslendingar á ferðinni í utanvegahlaupum í Sviss

birt 04. september 2017

Íslendingar halda áfram að gera það gott í Sviss þar sem frægustu fjalla- og utanvegahlaup heims fara fram um helgina. Eins og koma fram á hlaup.is í gær hafnaði Þorbergur Ingi Jónsson í fjórða sæti í CCC hlaupinu. Í gær fóru nokkrir Íslendingar af stað í UTMB hlaupinu en þar er hlaupaleiðin 166 km með 9600m hækkun.

Í UTMB hlaupinu fóru 2457 hlauparar af stað en yfir 800 hættu keppni. Ágúst Kvaran og Gunnar Júlíusson luku keppni eins og sjá má hér að neðan. Ágúst hafnaði í fjórða sæti í sínum aldursflokki. Sannarlega vel gert hjá þeim kumpánum. Börkur Árnason og Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hættu keppni á leiðinni.

Þær Melkorka Árný Kvaran og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir tóku þátt OCC hlaupinu þar sem hlaupaleiðin er 56 km með 3500m hækkun.

Ágúst Kvaran sáttur að hlaupi loknu. UTMB   NafnTímiSæti heildSæti/flokkiÁgúst Kvaran 38:15:085704Gunnar Júlíusson44:01:101333560Börkur ÁrnasonHætti  Halldóra MatthíasdóttirHætti      OCC   Melkorka Kvaran08:47:093299Hafdís G. Hilmarsdóttir09:26:1650718

Mynd af Fésbókarsíðu Melkorku Kvaran.