Íslendingar gera það gott á HM í utanvegahlaupum

birt 11. júní 2017

Guðni Páll við flaggar að hlaupi loknu.Íslendingar voru á ferðinni í HM í utanvegahlaupum í Toscana á Ítalíu í gær. Eftir því sem hlaup.is kemst næst luku sex af átta keppendunum í íslenska liðinu 50 km hlaupaleiðinni. Tveir Íslendingar kepptu í 13 km vegalengdinni. 50 km hlaupaleiðin var með 3000m hækkun. Hiti gerði keppendum erfitt fyrir ekki síst þegar leið á hlaupið.Kári Steinn í 57. sæti og Elísabet í 60. sæti í kvennaflokkiKári Steinn Karls­son hafnaði í 57. sæti í 50 km hlaupi, en hann glímdi við eymsli í ökkla frá miðju hlaupi sem ágerðust eftir því sem á leið. Athyglisvert hefði verið að sjá Kára Stein fara heilan í gegnum hlaupið en 57. sæti er ágætis niðurstaða. Guðni Páll Páls­son hafnaði í 108. sæti og Daní­el Reyn­is­son 116. sæti. Elísa­bet Mar­geirs­dótt­ir hafnaði í 60. sæti í 50 km hlaupi í kvenna­flokki og Þor­dís Jóna Hrafn­kels­dótt­ir var í 78. sæti. Loks hafnaði Bryn­dís María Davíðsdótt­ir í 94. sæti. 272 hlauparar voru skráðir til leiks.Ólafía Kvar­an var efst Íslend­inga í 13 km hlaupi. Hún hafnaði í 11. sæti en hjá körl­un­um var Friðleif­ur Friðleifs­son í 13. sæti.Flottur árangur hjá íslenska hópnum. En upplýsingar um tíma og árangur keppenda í 50 km hlaupinu má sjá á skjáskotinu hér að neðan.Birgir Sævarsson og Sigríður Einarsdóttir hættu keppni í 5 km hlaupinu eftir því sem hlaup.is kemst næst.

Elísabet kemur í mark með tilþrifum.

Kári brosandi að hlaupi loknu.

Myndir: Fésbókar síða Íslenska liðsins.