Tveir Íslendingar tóku þátt í 24 klst hlaupi sem haldið var í Espoo í Finnlandi síðustu helgina í febrúar. Þetta voru þeir Gunnlaugur Júlíusson og Ágúst Guðmundsson.
Gunnlaugur varð í 10. sæti og hljóp samtals 189,5594 km en Ágúst varð í 52. sæti og hljóp samtals 120,9124 km.
Á heimsafrekaskránni i 24 tíma hlaupi kemur fram að árangur Gunnlaugs í Espoo er besti heimsárangur í ár í aldursflokknum yfir 60 ára. Í fyrra voru 10 hlauparar með betri árangur í þessum aldursflokki.
Norðurlandametið innanhúss er eftirfarandi:
Konur: 214,282 km, Frida Södermark (SWE, Oslo 2012)
Karlar: 247,944 km, Jari Soikkeli (FIN, Espoo 2011)
Heimsmetið innanhúss er eftirfarandi:
Konur: 241,426 km, Sumie Inagaki (JAP, Espoo 2010)
Karlar: 275,567 km, Nikolai Safin (RUS, Podolsk 1993)
Sjá nánari upplýsingar á http://www.endurance.fi/