Tveir Íslendingar, þeir Ágúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson kepptu í 55 mílna ofurmaraþoni frá London til Brighton. Lengd hlaupsins er 55 mílur / 88+ km, en sérstaða hlaupsins í ár er að núna er hlaupið afmælishlaup (50. hlaupið). Metþátttaka er í hlaupinu, en alls skráðu 210 manns sig.
Ræst var 1. okt. 2000 kl. 7:00 við "Big-Ben" í London við fyrsta klukkuslátt. Tímatakmörk hlaupsins eru 10 klst og er eftirfarandi leið hlaupin: Big-Ben í London - sveitavegur - miðbær Brighton við suðurströnd Englands.
Fyrst er getið um hlaupið "London-Brighton" árið 1837. Fyrsta keppnin fór fram árið 1899. Keppnin hefur haldist í hendur við Comrade í Suður Afríku á 20. öldinni (svipuð vegalengd og hátt hlutfall þátttakanda frá Suður Afríku). Í núverandi mynd hefir hlaupið staðið samfellt frá 1951.
Lesið pistil, skoðið myndir ofl. frá þáttöku 2 Íslendinga í 55 mílna ofurmaraþoni frá London til Brighton.