Nokkrir íslenskir hlauparar luku við að hlaupa Boston maraþon í gær mánudaginn 16. apríl í miklum hita allt að 30°C. Í hlaupið voru skráðir 27.000 hlauparar, af þeim hættu 4300 hlauparar við og fjöldi komst ekki í mark. Samkvæmt frásögnum fjölmiðla hefur einungis tvisvar verið heitara í Boston maraþoni, árið 1909 þegar hitinn náði 36°C og 1976 þegar hitinn komst í tæpar 38°C. Um 2000 manns þurftu á læknishjálp að halda og 120 manns voru flutt á spítala. Flestir hlaupararnir virtust þó finna leið til að komast í gegnum hlaupið án vandræða. Í töflunni hér fyrir neðan sést árangur Íslendinganna og er árangur Örvars Steingrímssonar og Helen Ólafsdóttur athyglisverður, en Örvar lendir í 362 sæti í heildina og Helen nær 65 sæti í kvennaflokki og 9 sæti í sínum aldursflokki. |
Bib | Name | Age | M/F | City | Offl. Time | Overall | Gender | Division |
1699 | Steingrimsson, Orvar | 32 | M | Kopavogur | 02:55:42 | 362 | 347 | 280 |
3079 | Olafsdottir, Helen | 41 | F | Reykjavik | 03:10:48 | 1067 | 65 | 9 |
7946 | Sverrisson, Asgeir | 42 | M | Reykjavik | 03:31:06 | 3206 | 2769 | 542 |
6953 | Sigurdsson, Stefan Thor | 45 | M | Hafnafjordur | 03:32:46 | 3426 | 2921 | 359 |
11918 | Asgeirsson, Olafur J. | 46 | M | Reykjavik | 03:46:00 | 5601 | 4393 | 665 |
15102 | Olafsdottir, Unnur M. | 55 | F | Reykjavik | 03:54:21 | 7358 | 1898 | 14 |
6881 | Ludviksson, Bjorn R. | 48 | M | Gardabaer | 03:58:39 | 8354 | 6043 | 1076 |
17158 | Sigurdsson, Ingolfur | 61 | M | Reykjavik | 03:59:40 | 8576 | 6156 | 80 |
4867 | Haraldsson, Johann F. | 32 | M | Reykjavik | 03:59:43 | 8586 | 6162 | 2776 |
23698 | Ragnarsdottir, Runa Rut | 35 | F | Cambridge | 04:29:49 | 14140 | 5243 | 3017 |
20111 | Palsdottir, Arny I. | 55 | F | Reykjavík | 04:33:27 | 14684 | 5534 | 107 |
17645 | Magnusson, Bjorn | 64 | M | Neskaupstaour | 05:08:25 | 18312 | 10976 | 509 |