birt 09. apríl 2004

Nýtt heimsmet í maraþoni. Nýtt heimsmet var sett í maraþoni sunnudaginn 24.október 1999. Þetta met var sett í Chicago maraþon, USA af Khalid Khannouchi (Marokkó) og er 2:05:42. Gamla metið 2:06:05 átti Ronaldo DaCosta (Brasilía) sett í Berlín síðastliðinn september.

Að minnsta kosti einn Íslendingur tók þátt í Chicago maraþoninu, en það var Hans Pétur Jónsson (42). Hann var á tímanum 3:03:52 sem er bæting hjá honum um ca. 13-14 mínútur. Hans Pétur var númer 151 í sínum aldursflokki. Millitímarnir voru eftirfarandi:

8 mílur (12,870 km)
Hálft maraþon
17 mílur (27,353 km)
55:36
1:29:42
1:54:43