Um þrjú þúsund manns tóku þátt í Óslóarmaraþoni Glitnis sem fram fór í Ósló þann 1. október síðastliðinn. Er það töluverð fjölgun frá því í fyrra þegar 2.200 manns þreyttu hlaupið.
Um helmingur starfsmanna Glitnis í Noregi þreytti hlaupið að þessu sinni og safnaði í leiðinni fé til góðgerðarmála. Sjö vaskir starfsmenn Glitnis á Íslandi hlupu heilt maraþon að þessu sinni og alls safnaði starfsfólk Glitnis um 500 þúsund norskra króna, eða um fimm milljónum íslenskra króna til góðgerðarmála með þátttöku sinni.
Þeir starfsmenn sem hlupu heil maraþon voru:
Nafn | Tími |
Bjarni Ármannsson | 3:23.37 |
Jóhannes Baldursson | 3:48.13 |
Sigurður Ingólfsson | 3:50.35 |
Bala Khamallakharan | 4:27.19 |
Pálín Dögg Helgadóttir | 4:40.23 |
Sigrún Kjartansdóttir | 5:03.09 |
Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir | 5.11.32 |