Í lok ágúst fóru nokkrir Íslendingar í Mont-Blanc hlaupin UMTB (Ultra-Trail du Mont-Blanc), CCC (Courmayeur-Champex-Chamonix) og TDS (sur les Traces des Ducs de Savoie). Þetta eru löng hlaup með mikilli hækkun þar sem hlaupið er um dali og fjöll í kringum Mont Blanc.
UMTB hlaupið er „drottning" hlaupanna, 168 km langt með 9.600 m hækkun og er hlaupið hringur í kringum Mont Blanc í gegnum 3 lönd, Frakkland, Ítalíu og Sviss. CCC hlaupið er hluti af hringnum sem hlaupinn er í UMTB hlaupinu og er 101 km langt með 6.100 m hækkun. TDS hlaupið er 119 km langt með hækkun upp á 7.250 m.
Nánari upplýsingar um hlaupin má finna á vefsíðu hlaupanna.
HlaupNafnTímiSætiUTMBHelga Þóra Jónasdóttir 45:04:581512UTMBArnfríður Kjartansdóttir DNF HlaupNafnTímiSætiCCCFriðleifur Friðleifsson14:17:2818CCCSigurður Þórarinsson 16:04:0458CCCHelgi Júlíusson16:25:0974CCCBirgir Sævarsson17:31:01124HlaupNafnTímiSætiTDSStefán Bragi Bjarnason 31:34:59859TDSGunnar JúlíussonDNF TDSSigurður Kiernan 22:56:25139TDSElísabet Margeirsdóttir DNF TDSBörkur Árnason DNF
Íslenski hópurinn sem tók þátt í hlaupunum í ár