Nirbhasa Magee, Íri sem búsettur hefur verið í Reykjavík síðustu sex árin, kláraði í gær Sri Chinmoy 3100 mílna (4989 km) hlaupið í New York. Magee hafnaði í öðru sæti í hlaupinu á 48 dögum og rúmlega níu klukkustundum.
Þetta er í þriðja sinn sem Magee tekur þátt í hlaupinu en í gær bætti hann sinn besta tíma um sex klukkustundir.Ansi magnað afrek hjá þessum mikla íþróttamanni.
Heildarvegalengd hlaupsins er 3100 bandarískar mílur eða um 4989 km og hafa hlauparar 52 daga til að klára.
New York Times kallaði hlaupið "Mount Everest ofurmaraþona" og einungis hlauparar með mikla reynslu og getu í hlaupum sem taka marga daga fá þátttökurétt.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hlaupsins eða á bloggsíðu Utpal Marshall, perfectionjourney.org.