Smáþjóðarleikarnir fóru fram í Svartfjallalandi síðustu viku og létu íslenskir hlaupararar ekki sitt eftir liggja á leikunum.
Í 5000m hlaupi hafnaði Hlynur Andrésson í öðru sæti á tímanum 14:23:31. Arnar Pétursson hafnaði í fimmta sæti 15:05:79 sem er hans besti tíma í vegalengdinni á braut. Það verður gaman að sjá hvort þessir tveir miklu keppnismenn muni mætast í götuhlaupi í Íslandi á næstunni enda Arnar verið nær einráður á því sviði hér á landi undanfarin ár. Hlynur er greinilega verðugur keppinautur eins og úrslit í hlaupinu sýna.
Í 5000m hlaupi kvenna hafnaði Andrea Kolbeinsdóttir í þriðja sæti. Mistök urðu við talningu hjá starfsmönnum mótsins og hlupu allir keppendur hring of langt. Því fékkst ekki gildur tími úr hlaupinu. Sérstakt atvik í keppni af viðlíka stærðargráðu.
Þá fagnaði Hlynur Andrésson sigri í 3000m hindrunarhlaupi á tímanum 8:57:20.
Í 10.000m hlaupi kepptu þau Elín Edda Sigurðardóttir og fyrrnefndur Arnar Pétursson. Elín Edda hafnaði í fimmt sæti á 37:26:83. Arnar tók að lokum þriðja sæti á 31:01:54.
Fínasti árangur hjá íslensku hlaupurunum sem hefja hlaupasumarið af krafti.