Belginn Kim de Roy frá Belgíu hljóp á besta tíma sem náðst hefur í maraþonhlaupi aflimaðra (aflimaðir á öðrum fæti fyrir neðan hné) í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór á laugardaginn. Nýji heimsmethafinn Kim hljóp maraþonið á ótrúlegum tíma, 2:57:09 en fyrri methafi, hlaupari að nafni Rick Ball frá Kanda átti 2:57:47. Kim de Roy hleypur á gervifæti frá Össuri og jafnframt starfsmaður fyrirtækisins. Þess má geta að nýji heimsmethafinn býr hér á landi, er kvæntur íslenskri konu og talar ágæta íslensku.
birt 25. ágúst 2014