Nirbhasa á hlaupum í New York.Nirbhasa Magee, íslenskur Íri, kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York. Hlaupið er á vegum Sri Chinmoy maraþonliðsins en Nirbhasa kom í mark í gærkvöldi.Tími Nirbhasa var 51 dagur og c.a. 12 klst. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Eins og hlaup.is greindi frá fyrir skömmu kom Finninn Ashprihanal Aalto fyrstur í mark en hann lauk hlaupinu á 40 dögum.Nirbhasa sem er írskur eins og áður sagði, hefur verið búsettur og starfandi í Reykjavík síðustu 2 árin og æfir hlaup með Sri Chinmoy maraþonliðinu á Íslandi. Hlaup.is óskar Nirbhasa innilega til hamingju með árangurinn.
birt 05. ágúst 2015