Frá því í haust hefur Róbert Magnússon, sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun verið starfandi í World Class Laugum. Hann sérhæfir sig í greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu íþróttameiðsla. Íþróttafólk úr öllum greinum íþrótta, jafnt keppnisíþróttafólk sem skemmtiskokkarar geta nýtt sér þessa þjónustu.
Nú í vetur er boðið sérstaklega upp á þjónustu fyrir hlaupara á miðvikudögum á milli kl. 16:00 og 19:00, og laugardögum frá kl. 9:00 til 12:00. Þjónustan felur í sér bæði meðhöndlun áverka/tognana sem og greiningu álagsmeiðsla hlaupara, greiningu á hlaupafærni og leiðbeiningum um þjálfunarálag þeirra sem eru nýbyrjaðir. Tímapantanir eru í síma 659 9665 eða á robert@worldclass.is .