Jökulsárhlaup 2012 - Forskráning í fullum gangi

birt 26. apríl 2012

Jökulsárhlaupið verður haldið laugardaginn 11. ágúst 2012. Eins og síðastliðið ár er hlaupið haldið helgina eftir Verslunarmannahelgi.

Jökulsárhlaupið fer nú fram í níunda skiptið í stórkostlegu umhverfi Jökulsárgljúfra í Vatnajökulsþjóðgarði.

Hlaupið hentar hvort sem er reynslumiklum langhlaupurum sem og þeim sem vilja takast á við utanvegahlaup í fyrsta sinn, þar sem í boði er að hlaupa þrjár mismunandi vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km.

Skráningargjald hefur hækkað nokkuð frá því í fyrra en forskráningartími hefur verið lengdur og er verulegur aflsáttur veittur á skráningargjöldum í forskráningu.

  • 32,7 km Dettifoss-Ásbyrgi kr. 12.500,- (16.500,- frá og með 1. júlí)
  • 21,2 km Hólmatungur-Ásbyrgi kr. 11.500,- (15.500,- frá og með 1. júlí)
  • 13 km Hljóðaklettar-Ásbyrgi kr. 8.500,- (12.500,- frá og með 1. júlí)

Skráning fer fram á heimasíðu Jökulsárhlaups www.jokulsarhlaup.is/skraning-2012/

Allar nánari upplýsingar um hlaupið má finna á heimasíðu hlaupsins www.jokulsarhlaup.is og á Facebooksíðu Jökulsárhlaups.