Jökulsárhlaup - Forskráningu líkur 14. júní.

birt 12. júní 2011

Jökulsárhlaupið verður haldið laugardaginn 6. ágúst 2011. Að þessu sinni er hlaupið haldið tveimur vikum seinna en vanalega, eða helgina eftir Verslunarmannahelgi.  Jökulsárhlaupið fer nú fram í áttunda skiptið í stórkostlegu umhverfi Jökulsárgljúfra í Vatnajökulsþjóðgarði. Hlaupið hentar hvort sem er reynslumiklum langhlaupurum sem og þeim sem vilja takast á við utanvegahlaup í fyrsta sinn, þar sem í boði er að hlaupa þrjár mismunandi vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13,2 km.

Forskráningu í Jökulsárhlaupið 2011 líkur næstkomandi þriðjudag, 14. júní. Skráningargjald er það sama í ár og í fyrra og er verulegur aflsáttur veittur á skráningargjöldum í forskráningu.

32,7 km Dettifoss-Ásbyrgi kr. 9.500,- (13.500,- frá og með 15. júní)

21,2 km Hólmatungur-Ásbyrgi kr. 8.500,- (12.500,- frá og með 15. júní)

13,2 km Hljóðaklettar-Ásbyrgi kr. 7.500,- (11.500,- frá og með 15. júní)

Skráning fer fram á heimasíðu Jökulsárhlaups www.jokulsarhlaup.is/skraning-2011/

Allar nánari upplýsingar um hlaupið má finna á heimasíðu hlaupsins www.jokulsarhlaup.is