birt 13. desember 2016

Jón G. Guðlaugs­son maraþon­hlaup­ari er lát­inn. Jón var fædd­ur 3. apríl 1926 og lést 4. des­em­ber á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Lög­manns­hlíð á Ak­ur­eyri.

Hann var fyrst­ur Íslend­inga til að hlaupa lög­legt maraþon­hlaup árið 1968 og alls tók hann þátt í Reykja­vík­ur­m­araþoni í 28 skipti og hljóp heilt maraþon í öll skipt­in, oft­ar en nokk­ur ann­ar. Síðast tók hann þátt árið 2014. Þá hljóp hann 12 hálf­m­araþon­hlaup, meðal ann­ars við Mý­vatn, og fjölda annarra víðavangs­hlaupa á löng­um ferli, svo sem gerð er grein fyr­ir í Af­reka­skrá Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands.

Síðasta hlaup sem hann tók þátt í var Víðavangs­hlaup ÍR á sum­ar­dag­inn fyrsta síðastliðinn, þá 90 ára að aldri.

Útför Jóns fer fram 16. des­em­ber frá Höfðakap­ellu á Ak­ur­eyri.

(Mbl.is)

Hlaup.is tók viðtal við Jón árið 2011 stuttu eftir Reykjavíkurmaraþon. Í fyrri hluta viðtalsins ræðir Sigurður P. Sigmundsson almennt um hlaupin og áhrif íþróttaiðkunar á Jón og í siðari hluta viðtalsins fara þeir saman yfir fjöldann allan af þeim viðurkenningum sem Jón hefur fengið.