Jón G. Guðlaugsson maraþonhlaupari er látinn. Jón var fæddur 3. apríl 1926 og lést 4. desember á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.
Hann var fyrstur Íslendinga til að hlaupa löglegt maraþonhlaup árið 1968 og alls tók hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni í 28 skipti og hljóp heilt maraþon í öll skiptin, oftar en nokkur annar. Síðast tók hann þátt árið 2014. Þá hljóp hann 12 hálfmaraþonhlaup, meðal annars við Mývatn, og fjölda annarra víðavangshlaupa á löngum ferli, svo sem gerð er grein fyrir í Afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands.
Síðasta hlaup sem hann tók þátt í var Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta síðastliðinn, þá 90 ára að aldri.
Útför Jóns fer fram 16. desember frá Höfðakapellu á Akureyri.
(Mbl.is)
Hlaup.is tók viðtal við Jón árið 2011 stuttu eftir Reykjavíkurmaraþon. Í fyrri hluta viðtalsins ræðir Sigurður P. Sigmundsson almennt um hlaupin og áhrif íþróttaiðkunar á Jón og í siðari hluta viðtalsins fara þeir saman yfir fjöldann allan af þeim viðurkenningum sem Jón hefur fengið.