Kári Steinn á lokasprettinum á Ól 2012 í London.Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr ÍR, ætlar að taka þátt í maraþonhlaupi í Hamborg í apríl. Þar mun hann freista þess að ná lágmarkinu fyrir maraþonhlaupið á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. HM fer fram í ágúst og verður að þessu sinni haldið í Peking. Frá þessu greindi Kári Steinn Í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu.Lágmarkið fyrir HM í Peking er 2 klukkustundir og 18 mínútur en besti tími Kára Steins er 2:17:12 klst. frá því í Berlín haustið 2011 sem jafnframt er Íslandsmet, Var það fyrsta maraþonhlaup Kára á ferlinum og náði hann þar lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London.Endurtekið efni frá Berlín 2011?Kári sagði við Morgunblaðið að frekari ákvarðanir varðandi undirbúning sinn fyrir leikana í Ríó árið 2016 fari eftir því hvernig honum reiði af í Hamborg. Ekki er enn búið að gefa út Ólympíulágmarkið. Mistakist Kára Steini ætlunarverkið í Hamborg og missi af HM í Peking segist hann líklega taka þátt í Berlínarmaraþoninu í september. Þar myndii hann reyna að hlaupa sig inn á Ólympíuleikana 2016 líkt og hann gerði í sama hlaupi fjórum árum áður. Hlaup.is óskar Kára Steini góðs gengis í komandi verkefnum sem vonandi leiða hann alla leið til Ríó 2016.
birt 23. janúar 2015