Kári Steinn á Ólympíuleikunum í Lodon 2012.Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþonhlaupi og einn fremsti langhlaupari landsins æfir nú frekar fyrir ánægjuna heldur en lágmörk og bætingar. Þetta kemur fram í áhugaverðu viðtali við Kára Stein í föstudagsútgáfu Morgunblaðsins.Þessum breyttu áherslum hefur Kári Steinn ákveðið að fylgja eftir rysjótt gengi í baráttu sinni við lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að mynda segist Kári Steinn ekki sérstaklega setja pressu á sig að ná inn á HM í London í ágúst þó vissulega yrði það ánægjulegt. Þess má geta að Kári Steinn mun væntanlega hlaupa maraþon í lok apríl í Hamborg eða Vín. Áhugavert verður að fylgjast með gengi Kára Steins þar í ljósi breyttra áherslnaLíklega skorti á ánægjuna"Ég er með aðeins aðra nálgun eftir að hafa misst af ÓL í Ríó. Fram að þessu hefur ferillinn snúist mest um lágmörk og tíma. Eftir að hafa gengið hálfbrösulega þá æfi ég nú frekar fyrir ánægjuna heldur en lágmörk og bætingar. Forsenda þess að manni gangi vel er að maður hafi gaman af því sem maður er að gera og líklega skorti það um tíma hjá mér. Líklega var það of íþyngjandi að reyna við ólympíulágmarkið og mikil pressa sem fylgdi einu hlaupi," sagði Kári Steinn í viðtali við Morgunblaðið.Eins og áður hefur komið fram á hlaup.is ætlar Kári Steinn leggja aukna áherslu á utanvegahlaup á næstu misserum þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um hvort það sé til frambúðar. Hann er m.a. í landsliði Íslands sem mun keppa á HM sem fram fer á Ítalíu í júní.
Kári Steinn segir við Morgunblaðið að hann muni að mestu halda sig við hefðbundnar æfingar maraþonhlaupara á næstunni þó vissulega muni hann fara á fjöll og stunda sérhæfðari æfingar inn á milli, sérstaklega þegar líður að HM.
Aðdáunarvert hugrekki
Ljóst er að þessi mikli íþróttamaður hefur hvergi lagt árar í bát þó blásið hafi á móti undanfarin ár. Hann áttar sig á því að eitthvað hefur ekki verið að virka og sýnir mikið hugrekki með því að breyta um áherslur og nálgun, veruleiki sem margir íþróttamenn hræðast. Jafnvel þó nú sé ánægjan í fyrrirúmi, framar en lágmörk og bætingar, má slá því föstu að Kári Steinn muni alltaf leggja allt sitt í hvert hlaup, sama hvað gengur á.
Heimild: Morgunblaðið.