Snorri Björnsson ræddi við einn fremsta langhlaupara Íslandssögunnar, Kára Stein Karlsson í hlaðvarpsþætti (podcast) sínum, The Snorri Björns Podcast Show. Lítið hefur farið fyrir Kára Steini í hlaupasamfélaginu undanfarin misseri og því er eflaust spennandi fyrir marga að heyra hvort og þá hvenær þessi frábæri hlaupari ætli að koma sér í keppnisgír aftur.
Í fyrri þáttum hefur Snorri rætt við þá Arnar Pétursson og Arnar Sigurðsson um langhlaup í síðasta þætti eins og áður hefur komið fram á Hlaup.is. Hlusta má á viðtalið neðst á síðunni. Einnig má finna "The Snorri Björns Podcast Show" inn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hér að neðan finna öll viðtölin þrjú.