Stórhlauparinn Kári Steinn Karlsson ætlar að halda fyrirlestur um langhlaup þriðjudaginn 8. nóvember.
Fyrirlesturinn er á vegum hlaupahópsins Frískir Flóamenn og verður í Sunnulækjarskóla á Selfossi og hefst kl. 20.
Kári Steinn ætlar m.a. að tala um:
- Bakgrunn sinn og feril til þessa.
- Ýmsa punkta varðandi æfingar, matarræði og hugarfar.
- Undirbúning fyrir Berlínarmaraþonið.
- Berlínarmaraþonið þar sem hann sló Íslandsmetið og tryggði þátttökurétt á Ólympíuleikunum.
- Hvað er framundan hjá honum
Kári Steinn hefur orðið Íslandsmeistari í eftirfarandi greinum: 1.500m, 3.000m innanhús, 5.000m, 10.000m, Hálfmaraþoni, Víðavangshlaupi, 4x800m, 4x1500m.
Hann á eftirfarandi Íslandsmet auk fjölda unglingameta: 5.000m, 10.000m, hálfmaraþon, maraþon, 3.000m innanhús, 5.000m innanhús.
Kári Steinn tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London 2012 í sínu fyrsta maraþonhlaupi.
Hann er smáþjóðaleikameistari í 5.000m og 10.000m, verðlaunahafi á Norðurlandamótum auk góðs árangurs á fjölda erlendra móta.
Hann hefur sigrað í öllum helstu götuhlaupum hérlendis og hefur ekki tapað götuhlaupi á Íslandi síðan 2003.
Kári Steinn hefur verkfræðipróf frá Berkeley í Kaliforníu þar sem hann æfði og keppti í 4 ár.
Fyrirlesturinn er opin öllum og aðgangur er ókeypis