Kári Steinn keppti í 1/2 maraþoni í Gautaborg

birt 20. maí 2013

Kári Steinn Karlsson tók þátt í hálfu maraþoni í Gautaborg (Göteborgsvarvet) laugardaginn 19. maí og hljóp á tímanum 69:14. Töluverður vindur var þegar hlaupið fór fram, þannig að almennt náðist lakari árangur en vonir stóðu til um. Að sögn Gunnars Páls Jóakimssonar, þjálfara Kára, þá fékk hann magakrampa eftir 4 km og kláraði hlaupið "af gömlum vana" þegar ljóst var að hann næði ekki að bæta sinn besta tíma.

Göteborgsvarvet er mjög fjölmennt og tóku um 62 þúsund manns þátt að þessu sinni.  Hér fyrir neðan eru millitímar Kára og lokatími.

Karlsson, Kari Steinn (ISL) Number20YOB86Club-Postcode-City-Age group17-34Pred. finish-Pred. daytime-Average pace03.17 min/kmPlacesPlacePl.ac 2018SplitTimeDiffMin/kmKm/h5K00:15:4315:4303:0919.1010K00:32:0316:2003:1718.3715K00:49:0216:5903:2417.6720K01:05:4816:4603:2217.89Finish01:09:1403:2603:0819.17


Kári Steinn kemur í mark í Icelandiarhlaupinu