Helgi og Þórdís Eva taka við viðurkenningum sínum. ÍR-ingarnir Kári Steinn Karlsson og Aníta Hinriksdóttir eru hlauparar ársins 2013 að mati Framfara-hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara. Tilkynnt var um útnefningar á mánudaginn, 3. febrúar en Framfarir hafa undanfarin ár verðlaunað hlaupara sem þótt hafa skarað fram úr á ári hverju. Þau Helgi Guðjónsson, UMSB og Þórdís Eva Steinsdóttir, FH hlutu viðurkenninguna efnilegasti unglingurinn. Kristinn Þór Kristinsson, HSK og Helen Ólafsdóttir, ÍR þóttu sýna mestar framfarir árið 2013. Loks hlaut Laugaskokk nafnbótina hlaupahópur ársins.Á sama tíma voru veittar viðurkenningar fyrir Víðavangshlaupaseríu Framfara, í kvennaflokki bar Fríða Rún Þórðardóttir ÍR sigur úr býtum, Eva Skarpas Einarsdóttir, ÍR lenti í öðru sæti og Aníta Hinriksdóttir, ÍR í þriðja sætir. Í karlaflokki stóð Björn Margeirsson, Ármanni uppi sem sigurvegari, Kári Steinn Karlsson, ÍR endaði í öðru sæti og Arnar Pétursson, ÍR lenti í þriðja sæti.
Hlaup.is óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.