Á annan í jólum er hefð hjá Trimmklúbbi Seltjarnarness að hlaupa kirkjuhlaup. Að þessu sinni langar TKS að bjóða hlaupurum og hlaupahópum að taka þátt og hlaupa með okkur.
Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl 10:00. Áður en hlaupið hefst mun Sr. Bjarni Þór Bjarnason flytja stutta jólahugvekju í kirkjunni.
Leiðin liggur framhjá eftirfarandi kirkjum:
- Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
- Landakotskirkja
- Hjálpræðisherinn
- Dómkirkjan
- Fríkirkjan
- Kirkja aðventista
- Hallgrímskirkja
- Háteigskirkja
- Kirkja óháða safnaðarins
- Fossvogskapella
- Neskirkja
- Seltjarnarneskirkja
Hver og einn getur hlaupið á sínum hraða en vegalengdin er u.þ.b. 14 km. Auðvelt er að stytta leiðina ef fólk vill.
Að loknu hlaupi verður boðið upp á heitt kakó og smákökur í Seltjarnarneskirkju.