Klemenz Sæmundsson hjólar hringinn og safnar áheitum til styrktar Blóðlækningardeild LSH. Hlauptu/hjólaðu/gakktu seinasta legginn með honum.

birt 19. ágúst 2013

Klemenz Sæmundsson ætlar að hjóla hringinn í kringum Ísland á níu dögum og enda hjólreiðatúrinn á því að hlaupa “Klemmann”, Reykjanesbær-Sandgerði-Garður-Reykjanesbær (23,5 km). Með þessari þrekraun ætlar hann að safna áheitum til styrktar Blóðlækningadeild LSH.Hann mun hefja túrinn þann 27. ágúst kl 8.00 frá Sundmiðstöð Keflavíkur og koma heim 4. september, en þann dag mun kappinn verða fimmtugur. Klemmahlaupið verður öllum opið og viljum við hvetja sem flesta til að koma í hlaupið og hjálpa honum að ljúka þessu þrekvirki ásamt því að styrkja gott málefni. Hægt er að velja hvort fólk vilji hlaupa/ganga/hjóla þessa vegalengd eða sem taka hana sem boðhlaup. Þátttökugjald er 1500- kr eða frjáls framlög.Þeir sem vilja leggja þessu góða málefni lið og heita á kappann á Íslandstúrnum eða taka þátt í Klemmanum geta lagt inn á reikning: 542-14-403600 kt. 040963-2359, margt smátt gerir eitt stórt. Einnig hefur verið stofnaður reikningur í Landsbankanum þar sem fólk getur lagt inn sín framlög: Reikningurinn er 0142-05-71259 kt. 040963-2359.Klemminn hefst kl 16.30 þann 4. september fyrir þá sem vilja ganga og kl 17.30 fyrir þá sem vilja hlaupa eða hjóla. Start og endamark er að Heiðarbóli 37 (Við Heiðarskóla). Boðið verður uppá hressingu að loknu hlaupi.