Könnun á hlaup.is: Flestir tekið þátt í 1-2 hlaupum

birt 12. ágúst 2014

Niðurstöður síðustu könnunar á hlaup.is liggja fyrir. Spurt var: "Í hve mörgum almenningshlaupum hefur þú tekið þátt á árinu?" Flestir lesendur eða 32% höfu tekið þátt 1-2 hlaupum á árinu. 17% höfðu tekið þátt í 2-4 hlaupum.Töluvert margir eða 12% hafa gert sér lítið fyrir og tekið  þátt í 4-6 hlaupum það sem af er árinu.  8% hafa gert enn betur og hlaupið í 6-10 hlaupum á því herrans ári 2014. 5% lesenda hlaup.is státa af þeim ótrúlega árangri að hafa tekið þátt í tíu eða fleiri almenningshlaupum á árinu.Að lokum þurfa 26% lesenda að spýta í lófana og taka þátt í sínu fyrsta hlaupi á árinu. Enn er nógur tími og fjöldinn allur af hlaupum til að velja úr. Því hvetjum við lesendur til að fletta upp í hlaupadagskránni okkar og finna sér hlaup, setja sér markmið og láta vaða.Að lokum viljum við þakka þeim 522 lesendum sem sáu sér fært að taka þátt í könnuninni. Um leið hvetjum við lesendur til að taka þátt í nýrri könnun sem finna má hér til hliðar.