Krabbameinsfélagið frestar Karlahlaupinu vegna verkfalla

uppfært 25. ágúst 2020

Krabbameinsfélagið verður því miður að fresta Karlahlaupinu sem var auglýst þann 1. mars nk.

Ástæða frestunarinnar er verkfall Eflingar. Ekkert bendir því miður til að verkfallinu verði lokið á sunnudaginn 1. mars, sem skapar of mikla óvissu varðandi hlaupið. Krabbameinsfélagið er háð félagsmönnum í Eflingu, bæði varðandi lokanir gatna og mokstur á stígum. Þetta er auðvitað afar bagalegt, sérstaklega fyrir þá sem þegar hafið skráð sig og Krabbameinsfélagið er sannarlega leitt yfir þessari stöðu. Það er hins vegar ítrekað að bara um frestun hlaupinu er að ræða til loka mars. Ný  dagsetning verður gefin út um leið  um leið og hún liggur fyrir.

Krabbameinsfélagið mun taka fagnandi á móti ykkur í hlaupinu í lok mars en þeir sem sjá ekki fyrir sér að geta tekið þátt þá munu að sjálfsögðu fá þátttökugjaldið endurgreitt. Hægt er að senda skeyti á inga@krabb.is með upplýsingum um banka- og reikningsnúmer ef óskað eftir endurgreiðslu.

Þeir sem ekki vilja bíða fram í lok mars með að fá Mottumarssokkana til að spóka sig  geta sótt sokkana í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 frá og með deginum í dag en opið er virka daga frá kl. 8:30 til 16.