Farastjórar eru alvanir utanvegahlauparar, þau Elísabet Margeirsdóttir og Birgir SævarssonMundo ferðaskrifstofa stendur fyrir nýrri ferð í sumar, 8.-15. ágúst, en þá verður hringurinn í kringum Mt. Blanc hlaupinn í áföngum. Í dag, sunnudaginn 1.mars verður haldinn kynningarfundur um ferðina á Hallveigarstöðum kl. 16-18. Sama leið og Farin verður sama leið og í hinu sögufræga ofurhlaupi Ultra Trail du Mt. Blanc. Leiðin er um 168 km löng með 9500 m samanlagðri hækkun og því ljóst að um heilmikla áskorun er að ræða. Hlaupaleiðin byrjar og endar í Frakklandi (Chamonix) en farið verður í gegnum Ítalíu og Sviss. Flogið verður frá Íslandi til Genfar og þaðan keyrt til Chamonix.
Kjörið tækifærir fyrir alla vanari hlaupara
Hlaupaleiðinni verður skipt niður í sex miserfiðar dagleiðir sem flestallir vanari hlauparar ættu að ráða vel við. Lögð verður áhersla á að njóta náttúrunnar á þægilegum hlaupahraða í góðum félagsskap. Allar dagleiðir verða einnig brotnar niður í smærri áfanga þannig að hlauparar fá tækifæri til að hvílast og nærast vel.
Gist verður í skálum sem bjóða upp á góða svefnaðstöðu og dýrindis mat og því verður hægt að hlaupa með allar nauðsynjar á bakinu. Þegar líður að seinni hluta ferðarinnar verður gist í eina nótt á hóteli í ítalska bænum Courmayeur og þar munu hlauparar fá aðgang að aukafarangri. Fararstjórar eru Birgir Sævarsson og Elísabet Margeirsdóttir, reynslumiklir utanvegahlauparar sem þekkja leiðina vel. Þau hafa bæði tekið þátt í hlaupum á svæðinu (CCC, TDS og UTMB) og eyddu drjúgum hluta ágústmánaðar í Chamonix í fyrra til að kynnast leiðinni betur. Elísabet tók þátt í Ulta Trail du Mt. Blanc þann 28. ágúst síðast liðinn og kláraði hringinn á 34 klukkustundum.Sex daga áskorunÞað er mikil áskorun að hlaupa þennan fallega fjallahring og því þarf að undirbúa ferðina vel. Hlauparar verða að treysta sér til að hlaupa „langt hlaup" með bröttum fjallgöngum á hverjum degi í sex daga.Ferðin en kjörið tækifæri fyrir alla vanari hlaupara sem vilja stíga fyrstu skrefin í átt að ultra trail hlaupum, en það er mælt með reynslu af utanvegahlaupum t.d. Laugavegshlaupi, Mt. Esja Ultra, eða Hengill Ultra. Fararstjórar munu gefa ráðleggingar varðandi undirbúning og búnað ásamt því að halda æfingahlaup í nágrenni Reykjavíkur með öllum hópnum fyrir brottför.Hlaupið er um Frakkland, Ítalíu og Sviss.
Upplýsingar um verð og skráningu verður fljótlega hægt að finna á www.mundo.is en haldinn verður kynningarfundur sunnudaginn 1. mars kl. 16-18 á Hallveigarstöðum