Hlaupið er um mikilfenglegt landslag í Austur-Reykjadölum.Kynningarfundur á hálendishlaupaferð um svæðið í kringum Torfajökul fer fram á Kaffi Sólon kl. 20 þriðjudaginn, 10. febrúar. Ferðin sem er á vegum Hálendisferða verður kynnt bæði í máli og ekki síður myndum af kyngimögnuðu landslagi sem hlaupið er í.Mögnuð hlaupaleiðStefnt er að því að fara 7. ágúst en einnig er hugsanlegt að önnur ferð verði farin þann 21. júlí. Ferðin er þrír dagar og tilvalin fyrir þá sem vilja sameina hlaup og fjallamennsku, hlaupið verður 23-35 km á dag á ótroðnum slóðum í náttúru Íslands um friðlandið að Fjallabaki.
Á leiðinni gefst hlaupurum nægur tími til að njóta náttúrufegurðar og öræfakyrrðar. Að sögn skipuleggjenda er um að ræða tækifæri til að kynnast lítt þekktu, fáförnu en kyngimögnuðu svæði í kringum Torfajökuldyngjuna, eitt mesta háhitasvæði í heimi.
Dagskrá ferðarinnar er eftirfarandi:
1. dagur: Lagt af stað í bítið og ekið beina leið inná Fjallabak. Hlaupið byrjar við rætur Tindfjalla. Hlaupið með Skyggnishlíðum og Skyggnisvatni að Laufafelli og Markarfljóti. Áfram með Markarfljótnu, í skála Útivistar í Vestur-Reykjadölum. Vegalengd ca. 20-25 km
2. dagur: Hlaupið úr Dalakofa upp í háhitasvæði Austur-Reykjadala. Þaðan er í góðu skyggni magnað útsýni yfir flesta jökla landsins. Áfram um Hrafntinnuhraun og Vestur-Reykjadali yfir Pokahrygg inná Dómadalsleið. Gist í Landmannahelli. Vegalengd ca 30 - 35 km
3. dagur: Hlaupið úr Landmannahelli með Loðmundi framhjá Eskihlíðarvatni að Hnausapolli, þaðan að Ljótapolli og í Landmannalaugar. Sturta og fjallabað í Landmannalaugum áður en ekið er til baka til byggða. Vegalengd ca 20 - 25 km.