Kynningarfundur á vegum Ferðaþjónusta bænda, fyrir maraþon á Kínamúrnum árið 2006, "The Great Wall Marathon", verður haldinn sunnudaginn 5. júní kl. 20.00 hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 og eru allir velkomnir.
Fararstjóri ferðarinnar, Magnús Björnsson, mun halda kynningu um ferðina almennt, en á fundinn mætir einnig Stígur Stefánsson sem hefur tekið þátt í maraþoninu og getur því sagt frá af eigin reynslu.
Kynning á ferðinni 17. 27. maí 2006
Fararstjóri: Magnús Björnsson
Æðsti draumur margra hlaupara er að hlaupa maraþon á múrnum mikla í Kína og gefst hér einstakt tækifæri til að kynnast landi og þjóð í leiðinni. Markmið ferðarinnar, ásamt því að hlaupa maraþonið er að fara í skemmtilega skoðunarferð um þetta einstæða land sem á sér langa og merkilega sögu. Fljúgum til Frankfurt og áfram til Peking. Þar eru þekktir staðir eins og Torg hins himneska friðar, Forboðna borgin og Sumarhöllin skoðaðir. Farið verður í ferð á múrinn mikla daginn fyrir hlaupið til að skoða aðstæður, en hlaupið er þann 20. maí 2006. Daginn eftir er Himnamusterið skoðað áður en haldið er með lest til borgarinnar Xian, en gist er um borð í lestinni. Í þessari fornu höfuðborg Kína verður einn merkilegasti fornleifafundur veraldar, Terrakotta herinn, skoðaður. Ferðin endar á skemmtilegri ferð inn í land þar sem einnig er farið í hjólaferð. Þetta er því ekki bara ferð fyrir þá sem vilja hlaupa maraþon, heldur líka þá sem vilja fara í svolítið öðruvísi ferð.
Sjá nánari ferðalýsingu á slóðinni: http://www.baendaferdir.is/page.asp?Id=938
Einnig er hægt að lesa meira um hlaupið á síðunni: http://www.great-wall-marathon.com/
Vonumst til að sjá sem flesta.
Bestu kveðjur, Hugrún Hannesdóttir
Sölustjóri utanlandsdeildar