Kynningarfundur fyrir Petra maraþonið í Jórdaníu verður haldinn hjá Bændaferðum, Síðumúla 2, kl. 20:00 mánudaginn 17. janúar.
Hlauptu aftur í tímann í þessu heillandi og fallega maraþonævintýri í Petru, hinni sögulegu og fornu hellaborg, og upplifðu menningarperluna Jórdaníu og einstaka gestrisni landsins. Fegurð Petru er einstök. Turnhá musteri, grafir og risa hringleikahús eru hoggin beint inn í ryðrauða kletta úr sandsteini.
Maraþon í Petru er ekki staðurinn til að ná sínum besta tíma, en leiðin er mjög krefjandi, líkt og í ævintýramaraþonum sem þessu, en boðið er upp á að hlaupa bæði heilt og hálft maraþon. Hér verður hlaupið á milli undarlegra klettamyndana og eyðumerkurgróðurs í félagsskap með eigin metnaði og stolti yfir því að vera þátttakandi í þessari ævintýralegu hlaupaáskorun. Í ferðinni verður einnig gefinn kostur á að synda í Dauðahafinu og skoða höfuðborg landsins, Amman.
Vanur fararstjóri Petra maraþonsins mun koma frá Danmörku og kynna maraþonið, ásamt Trausta Valdimarssyni fararstjóra íslenska hópsins.
Dagsetningar ferðar: 6. - 12. september 2011
Allir velkomnir!