Kynningarfundur hjá Fram skokkhópnum

birt 18. febrúar 2013

Nú er tækifærið fyrir þá sem langar að auka hreyfingu sína, í skemmtilegum félagsskap undir leiðsögn þjálfara. Miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 20 stendur Fram fyrir kynningarfundi í Ingunnaraskóla í Grafarholti.

Þar mun íþrótta- og heilsufræðingur flytja erindi um mikilvægi hreyfingar og „skódoktor" leiðbeina um val á hlaupaskóm. Skokk- og gönguhópur Fram kynnir starfsemi sína og nýja æfingaáætlun fyrir nýliða sem vilja slást í hópinn.

  • Undralyfið hreyfing fyrir allan aldur - Gígja Gunnarsdóttir
    Gígja er íþrótta- og heilsufræðingur BS, MPH og hefur um árabil starfað að málefnum tengdum hreyfingu og heilsu fólks á öllum æviskeiðum. Hún er nú verkefnastjóri hreyfingar hjá Embætti landlæknis og var áður m.a. sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá ÍSÍ og deildarstjóri íþrótta hjá Menntaskólanum á Akureyri.

  • Skokk- og gönguhópur Fram
    Kynning á hópnum og síðan mun þjálfari hópsins, Ómar Freyr Sævarsson, kynna æfingaáætlun fyrir nýliða, hvernig eigi að byrja og svarar spurningum. Ómar er ÍAK þjálfari og með bakgrunn úr frjálsum íþróttum.

  • „Er þetta eitthvað fyrir mig ?"
    Félagar í skokk- og gönguhópnum segja frá reynslu sinni.

  • Skór skipta máli. Veldu skó sem henta þínu fótlagi og niðurstigi!
    Lýður Skarphéðinsson "skódoktor" og sérfræðingur í göngugreiningum hjá Atlas göngugreiningu flytur erindi um hlaupaskó og tengdan útbúnað.

Staðsetning og tími

Ingunnarskóla í Grafarholti miðvikudaginn 20. febrúar 2013, klukkan 20.

Auglýsing á PDF formi.