Ferðaþjónusta bænda hefur nú hafið sölu á nýrri og glæsilegri ferð. Hér gefst einstakt tækifæri til að hlaupa ævintýralegt maraþon í miklu návígi við hin villtu dýr Afríku.
Þann 29. september 2008 verður haldin kynning á maraþoninu hjá Ferðaþjónustu bænda, Síðumúla 2, 2. hæð kl. 20:00.
Nafn ferðarinnar „Big Five" vísar til: fílsins, nashyrningsins, vísundarins, ljónsins og hlébarðans. Maraþonið er haldið í samvinnu við Rauða krossinn í Suður-Afríku og er hægt að taka þátt í hálfu eða heilu maraþoni.
Gist verður í Entabeni þjóðgarðinum sem einkennist af töfrandi landslagi. Þar verður farið í safaríferðir, en auk þess er fjölbreytt afþreying í boði jafnt fyrir hlaupara sem þá sem ekki ætla sér að hlaupa. Má þar nefna siglingar, fjórhjólaferðir, hestaferðir og þyrluflug.
Verð: 344.700 kr á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli er 46.950 kr.
Innifalið: Flug og flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi á Lakeside Lodge, fullt fæði í Entabeni, safaríferðir o.fl.
Nánari upplýsingar í síma 570-2790 eða á http://www.baendaferdir.is/
Mynd frá Big Five maraþoni