Ákveðið hefur verið að lægra skráningargjald í Landsmótshlaupið gildi til 1. júlí en ekki til 20. júní eins og áður hafði verið tilkynnt.
Verð ef skráð er fyrir 1. júlí:
- 10 km - 14 ára og yngri - kr. 2.500 - innifalið bolur og þátttökupeningur
- 10 km - 15 ára og eldri - kr. 3.400 - innifalið bolur og þátttökupeningur
- Hálft maraþon - kr. 4.500 - innifalið bolur og þátttökupeningur
- Maraþon - kr. 5.800 - innifalið bolur og þátttökupeningur
Verð ef skráð er 1. júlí - 9. júlí
- 10 km - 14 ára og yngri - kr. 2.900 - innifalið bolur og þátttökupeningur
- 10 km - 15 ára og eldri - kr. 3.900 - innifalið bolur og þátttökupeningur
- Hálft maraþon - kr. 4.900 - innifalið bolur og þátttökupeningur
- Maraþon - kr. 6.800 - innifalið bolur og þátttökupeningur
Þátttakendur í 3 km skemmtiskokki greiða ekki þátttökugjald. Þeir þurfa ekki að skrá sig, en mæti tímanlega á hlaupastað.
Forskráningu í Landsmótshlaupið hér á hlaup.is lýkur kl. 20 fimmtudaginn 9. júlí. Föstudaginn 10. júlí verður opið fyrir skráningu til kl. 17 í upplýsingamiðstöð Landsmóts UMFÍ í Glerárskóla á Akureyri. Greiðsla mótsgjalds á staðnum. Ekki verður tekið við greiðslukortum. Síminn í upplýsingamiðstöðinni er 462 2145.