Langhlaupanefnd FRÍ hefur gengið frá vali á hlaupurum sem keppa munu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum laugardaginn 10.júní í Badia Prataglia, Ítalíu.
Konur:
Elísabet Margeirsdóttir 621 ITRA stig
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 582 ITRA stig
Sigríður Björg Einarsdóttir 577 ITRA stig
Þóra Magnúsdóttir 577 ITRA stig
Karlar:
Þorbergur Ingi Jónsson 872 ITRA stig
Guðni Páll Pálsson 750 ITRA stig
Birgir Sævarsson 663 ITRA stig
Kári Steinn Karlsson
Elísabet og Þorbergur eru að sjálfsögðu í landsliðinu.Landslið Íslands skipa þrír hröðustu hlaupararnir af hvoru kyni eftir að komið er í mark í hlaupinu. Veitt eru verðlaun fyrir árangur landsliðs á mótinu. Tími fjórða hlauparans er skráður í einstaklingskeppni. Keppendur standa sjálfir straum af kostnaði við ferðalag og uppihald á mótinu.FRÍ sér um skráningu á mótið og er innan handar varðandi fararstjórn.Langhlaupanefnd leggur áherslu á eftirfarandi atriði í leiðbeiningum um val á landsliði: Ef hlaupari lendir í því að meiðast í aðdraganda þjálfunar fyrir keppni með landsliði skal hann hafa samband við Langhlaupanefndina og tilkynna stöðu mála með skriflegum hætti.
Langhlaupanefnd þakkar þeim sem sóttu um og óskar ykkur sem valin voru góðs gengis á heimsmeistaramótinu 2017. Áfram Ísland.