Í dag mánudaginn 2. janúar voru afhentar viðurkenningar vegna kosninga á hlaupara ársins 2011.
Kári Steinn Karlsson var kosinn langhlaupari ársins 2011 í karlaflokki og Arndís Ýr Hafþórsdóttir var kosin langhlaupari ársins 2011 í kvennaflokki. Í fyrstu 3 sætunum voru eftirfarandi hlauparar:
Karlar
1. Kári Steinn Karlsson
2. Sigurjón Sigurbjörnsson
3. Gunnar Ármannsson
Konur
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir
2. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir
3. Helen Ólafsdóttir
Sigurvegarar í kosningu hlaup.is á langhlaupara ársins. Talið frá vinstri, Helen Ólafsdóttir, Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Kári Steinn Karlsson, Sigurjón Sigurbjörnsson og Gunnar Ármannsson.
Í undanfara kosninganna var óskað eftir tilnefningum frá hlaupurum og bárust á annað hundrað tilnefningar og voru samtals 32 hlauparar tilnefndir, þar af 15 konur og 17 karlar. Í ár greiddu um 700 hlauparar samtals um 1300 atkvæði.
Þetta er í þriðja skiptið sem við veitum þessa viðurkenningu karli og konu úr hópi langhlaupara, utanvegahlaupara og götuhlaupara í kjölfar kosninga á hlaup.is.
Tilnefndir hlauparar í kosningu hlaup.is á langhlaupara ársins. Talið frá vinstri, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Helen Ólafsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, Sigrún Snædal Logadóttir (fyrir hönd Sæbjargar Logadóttir), Kári Steinn Karlsson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Gunnar Ármannsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Birgir Sævarsson og Arnar Pétursson. Á myndina vantar Veróniku S. Bjarnadóttir.
Eftirfarandi aðilir lögðu til viðurkenningar og verðlaun í þessu kjöri og kunnum við þeim bestu þakkir.
- Íslandsbanki lagði til fyrstu verðlaun 25.000 kr gjafakort
- Nike lagði einnig til fyrstu verðlaun, Nike hlaupaskó.
- Altis, umboðsaðili Underr Armour, lagði til önnur verðlaun, vetrarhlaupabol. Einnig gáfu þeir útdráttarverðlaunin, Under Armour hlaupaskó.
- hlaup.is lagði til þriðju verðlaun, Squeezy orkuvörur og Seger hlaupasokka og verðlaunagripi fyrir fyrsta sætið.
- Allir tilnefndir hlauparar fengu bók frá Forlaginu og Hlaupahandbókina 2012 frá Gunnari Páli Jóakimssyni.
Dregið var úr nöfnum þeirra sem tóku þátt í kosningu og var nafn Sveins K. Baldurssonar dregið út. Sveinn fékk Under Armour hlaupaskó frá Altis.
Torfi H. Leifsson umsjónarmaður hlaup.is afhendir Sveini K. Baldurssyni útdráttarverðlaun, Under Armour hlaupaskó.