Lesendur hlaup.is hægja á sér yfir vetrartímann

birt 17. mars 2015

Lesendur hlaup.is hlaupa minna yfir vetrartímann ef marka má niðurstöður forsíðukönnunar síðunnar. Spurt var: Hleypur þú minna yfir vetrartimann? 30% svarenda viðurkenndu að hlaupa talsvert minna yfir vetrartímann, 22% svöruðu einnig játandi en tóku þó fram að önnur líkamsrækt tæki við yfir vetrartímann.Mjög margir eða fimmtungur svarenda hlaupa janfmikið á veturna og á öðrum árstíma og 9% hlaupa meira á veturna.

Það er því langt í frá algilt að hlauparar hægi á sér yfir vetrartímann þó það sé algengara en ekki. Hafa ber í huga að yfirstandandi vetur hefur verið ansi sviptivindasamur og hugsanlega hamlað æfingum margra oftar en á meðalvetri. Hlaup.is minnir hlaupara á að veðrið er oft mun betra á miðri hlaupaæfingu en í glugganum fimm mínútum áður en lagt er í hann.

Lesendur hlaup.is eru hvattir til að taka þátt í nýrri könnun á hlaup.is en nú er spurt: Hefur veðrið truflað æfingar þínar í vetur?