Maraþon á Landsmóti UMFÍ á Akureyri næsta sumar

birt 15. nóvember 2008

Ákveðið hefur verið að efna til Akureyrarhlaups KEA í tengslum við Landsmót UMFÍ á Akureyri næsta sumar. Boðið verður upp á heilt maraþon, hálft maraþon, 10 km og skemmtiskokk. Hlaupið verður laugardaginn 11. júlí, en Landsmót UMFÍ stendur yfir dagana 9.-12. júlí.

Á næsta ári verða 100 ár liðin frá því að fyrsta landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri og af því tilefni þótti við hæfi að efna til maraþonhlaups, en aldrei áður hefur heilt maraþon verið hlaupið á landsmóti.

Rétt er að taka fram að Akureyrarhlaup KEA er ekki eiginleg keppnisgrein á landsmótinu og gefur því ekki stig í heildarstigakeppni landsmótsins. Hlaupið er því hliðargrein á mótinu og öllum opið eins og hvert annað almenningshlaup.

Nánar um þetta síðar hér á hlaup.is, akureyrarhlaup.is, landsmotumfi.is og ufa.is.