María og Arnar sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR

uppfært 25. ágúst 2020

Þau Arn­ar Pét­urs­son úr ÍR og María Birk­is­dótt­ir úr FH komu fyrst í mark í ár­legu Víðavangs­hlaupi ÍR sem haldið var í 104. sinn í dag. 663 hlaup­ar­ar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm km hlaup og 74 í 2,7 km skemmt­iskokk að því er segir á heimasíðu ÍR-inga.

Í karla­flokki sigraði Arnar þriðja árið í röð á 15:52 mín­út­um. Næstu fimm hlaup­ar­ar í mark voru einnig úr ÍR, þeir Þórólf­ur Ingi Þórs­son, sem sigraði í flokki 40-49 ára karla á 16:16 mín­út­um, Max­im Sau­vageon á 16:25 mín­út­um, Vign­ir Már Lýðsson 16:31 mín­út­um, Vil­hjálm­ur Þór Svans­son á 16:42 mín­út­um og Hlyn­ur Ólason á 17:02 mín­út­um.

VID2019 0046
Arnar á ferðinni í Víðavangshlaupi ÍR

Í kvenna­flokki sigraði María Birk­is­dótt­ir úr FH á 18 mín­út­um, á hæla henn­ar kom Arn­dís Ýr Hafþórs­dótt­ir úr Fjölni á 18:07 mín­út­um og ÍR-ing­ur­inn Fríða Rún Þórðardótt­ir varð þriðja og sigraði jafn­framt í ald­urs­flokki 40-49 ára kvenna á 19:07 mín­út­um. 5 km hlaupið er jafn­framt meist­ara­mót Íslands í vegalengdinni.

María
María á fullri ferð í dag

Heildarúrslit úr hlaupinu munu birtast á hlaup.is um leið og þau berast. Þá mun hlaup.is birta myndaveislu úr hlaupinu innan tíðar. Frábær byrjun á hlaupasumrinu sem á bara eftir að vera betra.